Tala við sérfræðinga
CloseMenu
Talaðu við sérfræðinga
close

Það kostar ekkert að hafa samband.

line

Umferðarslys

Eftir umferðarslys, svo sem bílslys eða mótorhjólaslys, getur þú átt rétt á bótum, hvort sem þú varst í rétti eða órétti. Mikilvægt er að hafa í huga að skyldutrygging viðkomandi ökutækis nær bæði yfir ökumann, farþega og aðra sem slasast af völdum ökutækisins.

line

Umferðarslys

Það sem þú ættir að vita

Réttur er til staðar hjá tryggingafélagi tjónvalds. Þú getur átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáninga, varanlegs miska og varanlegrar fjárhagslegrar örorku sem og endurgreiðslu á útlögðum sjúkrakostnaði vegna slyssins.

Neysla áfengis eða annarra vímugjafa og/eða önnur alvarleg umferðarlagabrot geta valdið skerðingu eða brottfalli bótaréttar.

Fortis
Hér til að hjálpa

Mikilvægt er að tilkynna slys sem fyrst til tryggingafélags svo bótaréttur glatist ekki. Hafðu samband við lögmenn Fortis til að fá mat á stöðunni.

line

Dæmi

Umferðarslys

38 ára / Áverki á háls

Leitað til Fortis þremur mánuðum eftir slysið. Fyrsta verkefni Fortis var að aðstoða við að tilkynna slysið til tryggingafélags bifreiðarinnar og vinnuveitanda (viðkomandi var tryggður allan sólarhringinn samkvæmt kjarasamningi). Fortis sá um öll samskipti við bótaskylda aðila, hlutaðist til um nauðsynlega gagnaöflun og sá til að útlagður sjúkrakostnaður yrði endurgreiddur. Átta mánuðum eftir fyrsta viðtal lágu öll gögn fyrir og Fortis fékk hlutlausa matsmenn til að meta afleiðingar slyssins.

Matsniðurstaða lá fyrir átta vikum eftir matsfund: 8 stiga varanlegur miski og 8% varanleg örorka. Samanlagðar bætur námu u.þ.b. 9.700.000 kr.

27 ára / Áverki á háls

Leitað til Fortis níu mánuðum eftir slysið. Fyrsta verkefni Fortis var að aðstoða við að tilkynna slysið til tryggingafélags bifreiðar. Fortis sá um öll samskipti við tryggingafélagið og hlutaðist til um nauðsynlega gagnaöflun. Fimm mánuðum eftir fyrsta viðtal lágu öll gögn fyrir og Fortis fékk hlutlausa matsmenn til að meta afleiðingar slyssins.

Matsniðurstaða lá fyrir átta vikum eftir matsfund: 5 stiga varanlegur miski og 5% varanleg örorka. Bætur námu u.þ.b. 5.300.000 kr.

Við biðjum þig að hafa í huga að hvert mál er einstakt og það eru margar breytur sem hafa áhrif á bótafjárhæðina, t.d. sú trygging sem á í hlut, aldur og matsniðurstaða. Þegar um uppgjör á grundvelli skaðabótalaga er að ræða skipta meðaltekjur fyrir slys einnig máli.

line

Kynntu þér ferlið

Fortis fylgir þér alla leið

Skref 1
Tilkynning

Mikilvægt er að tilkynna slys sem fyrst til tryggingafélags svo bótaréttur glatist ekki. Lögmenn Fortis aðstoða þig við að tilkynna ef þess er þörf.

Skref 2
Gagnaöflun

Í slysamálum þurfa að liggja fyrir gögn um tjónið, svo sem frá lögreglu, læknum eða öðrum meðferðaraðilum. Lögmenn Fortis sjá um að afla nauðsynlegra gagna.

Skref 3
Mat á afleiðingum

Þegar öll gögn liggja fyrir, er hægt að meta afleiðingar slyssins. Almennt er fyrst hægt að meta þegar ár er liðið frá slysaatviki. Lögmenn Fortis sjá um og aðstoða þig í gegnum matsferlið.

Skref 4
Uppgjör

Lögmenn Fortis senda bótakröfu á grundvelli matsins. Í flestum tilvikum næst samkomulag um bótagreiðslu en í þeim tilvikum þar sem ekki næst samkomulag sjá lögmenn Fortis um málshöfðun.

line

Spurt og svarað

Algengar spurningar

Það er mikilvægt að leita til læknis eins fljótt og kostur er eftir slys. Ef langur tími líður frá slysi og þar til leitað er til læknis, getur orðið erfitt að sanna að áverki sé afleiðing slyssins.

Þú þarft að geyma frumrit kvittana vegna læknis-, lyfja- og sjúkraþjálfunarkostnaðar svo hægt sé að gera kröfu um endurgreiðslu kostnaðar.

Ef þú vilt gera kröfu um bætur vegna fatnaðar eða skemmdra muna, þá þarftu að geyma munina, því tryggingafélagið getur gert kröfu um að fá þá afhenta.

Fyrsta viðtal hjá okkur er þér að kostnaðarlausu.

Fortis leggur í flestum tilfellum út fyrir kostnaði vegna læknisvottorða og annarra nauðsynlegra gagna. Í upphafi máls þarft þú því ekki að inna af hendi neina fjárhæð, hvorki vegna öflunar gagna né vegna lögmannsaðstoðar.

Kostnaður vegna lögmannsaðstoðar er að jafnaði greiddur þegar gengið hefur verið frá bótauppgjöri. Þegar um er að ræða uppgjör samkvæmt skaðabótalögum, s.s. þegar um er að ræða umferðarslys eða vinnuslys á sjó, greiðir viðkomandi tryggingafélag lögmannskostnað að stórum hluta.

Án lögmannsaðstoðar, stendur þú ekki jafnfætis sérfræðingum tryggingafélaganna og getur því ekki gætt hagsmuna þinna á jafnréttisgrundvelli. Þá er talsverð hætta á því að þú áttir þig ekki á öllum bótarétti sem þú kannt að eiga. Það er ekki hlutverk starfsmanna tryggingafélaganna að benda þér á mögulegan bótarétt annars staðar.

Stutta svarið er, já.

Það er útbreiddur misskilningur að ökumaður bifreiðar sem er í órétti eigi ekki rétt á slysabótum vegna líkamstjóns sem hann verður fyrir. Ökumaður, farþegar, og aðrir þeir sem verða fyrir líkamstjóni í bílslysi eiga að jafnaði rétt á slysabótum, jafnvel þótt annað kunni að gilda um tjón á bílnum.

Rétt er að benda á að ölvun, vímuefnaneysla og/eða önnur alvarleg umferðarlagabrot geta valdið því að bótaréttur falli niður.

line

Á ég rétt á bótum?

Taktu prófið til að athuga hvort þú eigir bótarétt vegna slyss

Taka prófið