line

Persónuvernd

Þegar við tökum að okkur að gæta hagsmuna einstaklings vegna slyss þá þurfum við að vinna með persónuupplýsingar hans.

Við leggjum áherslu á að tryggja öryggi allra persónuupplýsinga sem við vinnum með, virða þagnarskyldu okkar og fylgja lögum og reglum um vinnslu persónuupplýsinga.

Dæmi um persónuupplýsingar sem við vinnum með eru persónuauðkenni, samskiptaupplýsingar (s.s. heimilisfang, símanúmer og netfang), heilsufarsupplýsingar, sem og upplýsingar um starf og stéttarfélag. Tilgangur vinnslunnar er að tryggja að við getum sinnt málarekstrinum og gætt hagsmuna viðskiptavinar okkar.

Við rekstur slysamála þurfum við að miðla persónuupplýsingum til þriðju aðila. Þriðju aðilar í þessu sambandi geta t.d. verið tryggingafélög, dómstólar, heilbrigðisstofnanir, aðrar opinberar stofnanir, fyrirtæki, læknar/annað heilbrigðisstarfsfólk, aðrir lögmenn o.s.frv., allt eftir atvikum hverju sinni.

Einstaklingar njóta ýmissa réttinda samkvæmt lögum um vinnslu persónuupplýsinga og geta t.d. óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum, leiðréttingu, eyðingu, takmörkun vinnslu og/eða flutningi þeirra.

Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá okkur má finna hér.