Málin eru eins mismunandi og þau eru mörg

Slys leiða með ýmsum hætti til tjóns og réttur fólks til bóta er mismunandi. Mikilvægt er að leita ráða hjá sérfræðingum sem geta veitt upplýsingar um rétt þinn og til hvaða úrræða hægt er að grípa

Umferðarslys

Þegar einstaklingur verður fyrir áverka í umferðarslysi getur hann átt bótarétt úr slysatryggingu ökumanns eða ábyrgðartryggingu bifreiðar. Í flestum tilvikum skiptir ekki máli hvort að viðkomandi var í órétti eða ekki, en benda má á að neysla áfengis og eða annarra vímugjafa getur valdið skerðingum eða brottfalli bótaréttar. Tjónþoli getur átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutjóns, þjáninga, varanlegs miska og varanlegrar fjárhagslegrar örorku auk þess sem tjónþoli á rétt á endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna slyssins.

Vinnuslys

Þeir sem verða fyrir áverka í vinnuslysi geta átt bótarétt úr launþegatryggingu sem atvinnurekanda ber að kaupa fyrir starfsmenn sína, úr ábyrgðartryggingu atvinnurekanda og frá Sjúkratryggingum Íslands, allt eftir atvikum hverju sinni. Ekki er skilyrði fyrir bótarétti úr launþegatryggingu að slys hafi orðið vegna mistaka eða vanrækslu vinnuveitanda eða aðila sem hann ber ábyrgð á.

Slys á sjómönnum

Sjómennska er hættulegt starf og því eiga sjómenn víðtækan bótarétt verði þeir fyrir líkamstjóni í slysi við vinnu sína. Þeir þurfa því ekki að sýna fram á að slysið megi rekja til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á, t.d. að aðbúnaður og vinnubrögð hafi ekki verið í lagi, tæki bilað eða gallað eða einhver annar starfsmaður gert mistök. Ef líkja ætti þessum rétti sjómanna við einhvern annan rétt þá mætti einna helst líkja bótarétti sjómanna við það að þeir séu tryggðir með kaskótryggingu. Sjómaður getur átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáninga, varanlegs miska og varanlegrar fjárhagslegrar örorku auk þess sem tjónþoli á rétt á endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna slyssins.

Slys í frítíma

Afar margir hafa keypt heimilis- eða fjölskyldutryggingar hjá tryggingafélagi sínu. Með þeim hafa tryggingafélögin sett saman tryggingapakka til að auðvelda viðskiptavinum sínum val á tryggingum við hæfi. Í mörgum þessara heimilis- eða fjölskyldutryggingapakka eru frítímaslysatryggingar. Þeim er ætlað að tryggja heimilisfólki bætur fyrir tjón verði það fyrir slysi í frítíma. Skilmálar þessara frítímaslysatrygginga eru mismunandi eftir tryggingafélögum og gerð og samsetningu viðkomandi tryggingapakka og því er nauðsynlegt að kynna sér þá vel. Kanna þarf bótarétt hvers miðað við skilmála þeirra tryggingar sem hann fellur undir.

Hafa samband

1 + 8 =

Kæru viðskiptavinir athugið

Skrifstofa Fortis er opin á hefðbundnum opnunartíma en til þess að virða reglur samkomubannsins höfum við skipt starfsfólkinu í tvo hópa sem skiptast á að mæta á skrifstofuna á Laugavegi 7. Sá hópur sem ekki er á skrifstofunni hverju sinni vinnur að heiman en er aðgengilegur í gegnum síma/tölvupóst.

Til þess að takmarka ónauðsynlegar ferðir á skrifstofuna leggjum við okkur fram við að leysa öll þau mál sem unnt er í gegnum síma og/eða tölvupóst. Hægt er að hafa samband í síma 520-5800, fortis@fortis.is og/eða með því að nota netföngin okkar á heimasíðunni.

Við minnum einnig á rafrænu gagnagáttina okkar sem hægt er að nota til að senda okkur gögn með öruggum hætti.

Fyrir þá sem eiga brýnt erindi á skrifstofuna bendum við á eftirfarandi:

  • Við þrífum alla snertifleti reglulega og höfum handspritt aðgengilegt fyrir alla.
  • Hægt er að skilja eftir gögn í afgreiðslunni og/eða í póstkassa á fyrstu hæð.