Vinnuslys

Vinnuslys

Þeir sem verða fyrir áverka í vinnuslysi geta átt bótarétt úr:
– Launþegatryggingu sem atvinnurekanda bera að kaupa fyrir starfsmenn sína
– Ábyrgðartryggingu atvinnurekanda; eða frá
– Sjúkratryggingum Íslands

allt eftir atvikum hverju sinni.

Réttur úr launþegatryggingu er að jafnaði til staðar ef starfsmaður slasast í vinnu eða á beinni leið til og frá vinnu. Þá þarf ekki að sýna fram á að slysið sé á ábyrgð vinnuveitanda eða einhvers sem hann ber ábyrgð á.

Til þess að bótaréttur úr ábyrgðartryggingu sé til staðar þarf tjónþoli að sýna fram á að slysið megi rekja til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á, t.d. hafi aðbúnaður á vinnustað ekki verið í lagi, tæki bilað eða gallað eða einhver annar starfsmaður gert mistök sem ollu slysinu.

Þegar um vinnuslys er að ræða þarf sérstaklega að gæta að því að slysið sé tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands. Á atvinnurekanda getur ennfremur hvílt sú skylda að tilkynna vinnuslys til Vinnueftirlitsins.

Ef slys er bótaskylt úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda getur tjónþoli átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáningabóta, varanlegs miska og varanlegrar fjárhagslegrar örorku auk þess sem tjónþoli á rétt á endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna slyssins.

Aðstandendur þess sem fellur frá í vinnuslysi geta átt rétt á endurgreiðslu útfararkostnaðar og ennfremur geta nánir aðstandendur, einkum maki og börn átt rétt á bótum vegna missis framfæranda.

Lögmenn Fortis geta aðstoðað tjónþola við að athuga bótarétt sinn vegna afleiðinga vinnuslyss.