Ráðfærðu þig við Sérfræðinga


Slys leiða með ýmsum hætti til tjóns og er réttur fólks til bóta mismunandi. Mikilvægt að leita ráða hjá sérfræðingum sem geta veitt upplýsingar um rétt þinn og til hvaða úrræða hægt er að grípa.

Umferðarslys

Þegar einstaklingur verður fyrir áverka í umferðarslysi getur hann átt bótarétt úr slysatryggingu ökumanns eða ábyrgðartryggingu bifreiðar. Í flestum tilvikum skiptir ekki máli hvort að viðkomandi var í órétti eða ekki…

Vinnuslys

Þeir sem verða fyrir áverka í vinnuslysi geta átt bótarétt úr launþegatryggingu sem atvinnurekanda ber að kaupa fyrir starfsmenn sína, úr ábyrgðartryggingu atvinnurekanda og frá…

Slys á sjómönnum

Sjómennska er hættulegt starf og því eiga sjómenn víðtækan bótarétt verði þeir fyrir líkamstjóni í slysi við vinnu sína. Þeir þurfa því ekki að sýna fram á að slysið megi rekja til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á…

Slys í frítíma

Afar margir hafa keypt heimilis- eða fjölskyldutryggingar hjá tryggingafélagi sínu. Með þeim hafa tryggingafélögin sett saman tryggingapakka til að auðvelda viðskiptavinum sínum…

Fortis fylgir þér alla leið

Lögmenn Fortis veita tjónþola allar upplýsingar um möguleg réttindi þeirra og bótaskyldu. Þeir aðstoða tjónþola við að tilkynna slysið til tryggingafélags og annarra sem mikilvægt er að tilkynnt sé um slysið, svo sem Sjúkratrygginga Íslands ef um vinnuslys er að ræða.

1.

Tilkynningar

Mikilvægt er að tilkynningarskyldu til tryggingafélags sé fullnægt þar sem dráttur á því að slys sé tilkynnt getur orðið til þess að réttur tjónþola til bóta falli niður.

2.

Upplýsingaöflun

Lögmenn Fortis annast alla gagnaöflun vegna málsins. Fortis aflar þannig nauðsynlegra gagna frá lögreglu, læknum eða öðrum sérfræðingum og opinberum stofnunum.

3.

Mat á afleiðingum

Í flestum tilfellum er tímabært að leggja mat á afleiðingar slyss þegar um ár er liðið frá því. Frá þessari reglu geta þó verið undantekningar, s.s. ef tjónþoli hefur þurft að gangast undir aðgerð vegna afleiðinga slyssins sem seinkar bataferlinu.

4.

Bótauppgjör

Í mörgum tilfellum næst samkomulag um bótagreiðslu við tryggingafélag eða bótagreiðanda en í þeim tilfellum þar sem ekki næst samkomulag annast lögmenn Fortis um málshöfðun.

Hafa samband

9 + 1 =