Umferðarslys
Eftir umferðarslys, svo sem bílslys eða mótorhjólaslys, getur þú átt rétt á bótum, hvort sem þú varst í rétti eða órétti. Mikilvægt er að hafa í huga að skyldutrygging viðkomandi ökutækis nær bæði yfir ökumann, farþega og aðra sem slasast af völdum ökutækisins.
Vinnuslys
Ef þú slasast við vinnu, eða á beinni leið til eða frá vinnu, stofnast réttur til bóta úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega og slysatryggingu almannatrygginga. Réttur er óháður því hver á sök á slysinu.
Vinnuslys á sjó
Ef þú slasast við störf á sjó áttu almennt víðtækari rétt á bótum en ef um vinnuslys í landi væri að ræða. Sjómenn þurfa ekki að sýna fram á sök vinnuveitanda til að skaðabótakrafa stofnist.
Slys í frítíma
Ef þú slasast í frítíma skipta þínar tryggingar mestu máli. Frítímaslysatrygging er oftast innifalin í heimilis- og fjölskyldutryggingum. Skilmálar eru mismunandi eftir tryggingafélögum og því nauðsynlegt að kynna sér þá vel.