Slysabætur
Málin eru eins mismunandi og þau eru mörg. Við hjálpum þér að sækja slysabætur. Kynntu þér slysaflokkana.
Umferðarslys
Umferðarslys, árekstur, aftanákeyrsla, bílslys eða mótorhjólaslys? Ef þú lentir í umferðarslysi geturðu átt rétt á bótum, hvort sem þú varst í rétti eða órétti. Mikilvægt er að hafa í huga að skyldutrygging viðkomandi ökutækis nær bæði yfir ökumenn og farþega sem slasast af völdum ökutækisins. Það sama gildir um gangandi og hjólandi vegfarendur sem verða fyrir tjóni í umferðinni ef bíll var orsakavaldur.

Vinnuslys
Vinnuslys af ýmsu tagi geta leitt til tjóns, sum störf eru hættulegri en önnur t.d. vegna notkunar véla og tækja og svo eru hálkuslys algeng, hvort sem er vegna hálku úti fyrir eða bleytu innanhúss. Ef þú slasast við vinnu, eða á beinni leið til eða frá vinnu, stofnast réttur til bóta úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega og slysatryggingu almannatrygginga. Réttur er óháður því hver á sök á slysinu.

Vinnuslys á sjó
Ef þú slasast við störf á sjó áttu almennt víðtækari rétt á bótum en ef um vinnuslys í landi væri að ræða. Sjómenn þurfa ekki að sýna fram á sök vinnuveitanda til að skaðabótakrafa stofnist.

Slys í frítíma
Rannstu í hálku þegar þú varst úti að hlaupa eða dastu af hestbaki? Ef slys á sér stað í frítíma þá skipta þínar tryggingar mestu máli. Frítímaslysatrygging er oftast innifalin í heimilis- og fjölskyldutryggingum. Skilmálar eru mismunandi eftir tryggingafélögum og því nauðsynlegt að kynna sér þá vel.

Önnur slys
Jafnvel þó að ekki sé um umferðarslys, vinnuslys eða slys í frítíma að ræða, þá getur bótaréttur verið til staðar. Bótaréttur getur t.d. verið fyrir hendi vegna slysa við heimilisstörf, íþróttaiðkun o.fl. Þá hafa sumir keypt sérstakar tryggingar sem eru víðtækari en slysatryggingar og bæta tjón vegna fleiri orsaka en slysa, svo sem svokallaðar sjúkratryggingar eða örorkutryggingar.
