Tala við sérfræðinga
CloseMenu
Talaðu við sérfræðinga
close

Það kostar ekkert að hafa samband.

line

Vinnuslys á sjó

Ef þú slasast við störf á sjó áttu almennt víðtækari rétt á bótum en ef um vinnuslys í landi væri að ræða. Sjómenn þurfa ekki að sýna fram á sök vinnuveitanda til að skaðabótakrafa stofnist.

line

Slys á sjómönnum

Það sem þú ættir að vita

Réttur er til staðar hjá tryggingafélagi útgerðarinnar sem og Sjúkratryggingum Íslands. Ásetningur eða stórkostlegt gáleysi getur valdið brotfalli eða skerðingu bótaréttar.

Þú getur átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáninga, varanlegs miska og varanlegrar fjárhagslegrar örorku sem og endurgreiðslu á útlögðum sjúkrakostnaði vegna slyssins.

Fortis
Hér fyrir þig

Mikilvægt er að tilkynna slys sem fyrst til Sjúkratrygginga Íslands og tryggingafélags, svo bótaréttur glatist ekki. Hafðu samband við lögmenn Fortis til að fá mat á stöðunni.

line

Dæmi

Vinnuslys á sjó

31 árs / Áverki á baugfingur

Leitað til Fortis tveimur mánuðum eftir slysið. Fyrsta verkefni Fortis var að sjá til þess að vinnuveitandi tilkynnti slysið til réttra aðila. Fortis sá einnig um öll samskipti við bótaskylda aðila og hlutaðist til um gagnaöflun. Ári eftir fyrsta viðtal lágu öll gögn fyrir og Fortis fékk hlutlausa matsmenn til að meta afleiðingar slyssins.

Matsniðurstaða lá fyrir átta vikum eftir matsfund: 5 stiga varanlegur miski og 5% varanlega örorka. Bætur námu u.þ.b. 9.000.000 kr.

55 ára / Áverki á hné

Leitað til Fortis tveimur mánuðum eftir slysið. Fyrsta verkefni Fortis var að sjá til þess að vinnuveitandi tilkynnti slysið til réttra aðila. Fortis sá einnig um öll samskipti við bótaskylda aðila, hlutaðist til um gagnaöflun og sá til þess að tekjutap yrði bætt. Vegna umfangsmikillar læknismeðferðar, þ.m.t. aðgerða, var fyrst tímabært að fá hlutlausa matsmenn til að meta afleiðingar slyssins þegar tvö ár voru liðin frá slysdegi.

Matsniðurstaða lá fyrir fjórum vikum eftir matsfund: 12 stiga varanlegur miski og 20% varanleg örorka. Bætur námu u.þ.b. 19.700.000 kr.

Við biðjum þig að hafa í huga að hvert mál er einstakt og það eru margar breytur sem hafa áhrif á bótafjárhæðina, t.d. sú trygging sem á í hlut, aldur og matsniðurstaða. Þegar um uppgjör á grundvelli skaðabótalaga er að ræða skipta meðaltekjur fyrir slys einnig máli.

line

Kynntu þér ferlið

Fortis fylgir þér alla leið

Skref 1
Tilkynning

Mikilvægt er að tilkynna slys sem fyrst til tryggingafélags svo bótaréttur glatist ekki. Lögmenn Fortis aðstoða þig við að tilkynna ef þess er þörf.

Skref 2
Gagnaöflun

Í slysamálum þurfa að liggja fyrir gögn um tjónið, svo sem frá lögreglu, læknum eða öðrum meðferðaraðilum. Lögmenn Fortis sjá um að afla nauðsynlegra gagna.

Skref 3
Mat á afleiðingum

Þegar öll gögn liggja fyrir, er hægt að meta afleiðingar slyssins. Almennt er fyrst hægt að meta þegar ár er liðið frá slysaatviki. Lögmenn Fortis sjá um og aðstoða þig í gegnum matsferlið.

Skref 4
Uppgjör

Lögmenn Fortis senda bótakröfu á grundvelli matsins. Í flestum tilvikum næst samkomulag um bótagreiðslu en í þeim tilvikum þar sem ekki næst samkomulag sjá lögmenn Fortis um málshöfðun.

line

Spurt og svarað

Algengar spurningar

Best er að ráðfæra sig við lögmann sem fyrst eftir slys en oft uppgötvar fólk ekki fyrr en löngu síðar að það eigi rétt á bótum. Þá mælum við með að hafa samband við okkur og við förum yfir mögulegt framhald. Í mörgum tilvikum hefur náðst góður árangur þrátt fyrir að langur tími sé liðinn.

Reglur um fyrningu eru mismunandi eftir því um hvernig slys ræðir. Nú gildir almennt sú regla að bótakröfur fyrnast á 10 árum eftir að hinum slasaða mátti verða tjónið ljóst en þó í síðasta lagi 20 árum frá slysdegi. Sérreglur gilda um fyrningu bótakrafna vegna umferðarslysa, fyrir 1. janúar 2020 gátu bótakröfur fyrnst á fjórum árum frá því að hinum slasaða mátti verða tjónið ljóst en þó í síðasta lagi að liðnum 10 árum frá slysdegi. Eftir 1. janúar 2020 fyrnast bótakröfur vegna umferðarslysa þegar tíu ár eru liðin frá slysdegi.

Í flestum tilvikum þarf tjónþoli að tilkynna slys innan árs frá því hann mátti gera sér grein fyrir afleiðingum slyssins og getur bótaréttur fallið niður ef það hefur ekki verið gert. Þegar um frítíma- og vinnuslys er að ræða þarf endanlegt örorkumat einnig að liggja fyrir innan þriggja ára frá því slys varð. Liggi það ekki fyrir innan tímamarka getur bótaréttur einnig fallið niður. Vegna þessara reglna reynir sjaldnar á fyrningarfrestinn.

Stutta svarið er, já.

Það er útbreiddur misskilningur að ökumaður bifreiðar sem er í órétti eigi ekki rétt á slysabótum vegna líkamstjóns sem hann verður fyrir. Ökumaður, farþegar, og aðrir þeir sem verða fyrir líkamstjóni í bílslysi eiga að jafnaði rétt á slysabótum, jafnvel þótt annað kunni að gilda um tjón á bílnum.

Rétt er að benda á að ölvun, vímuefnaneysla og/eða önnur alvarleg umferðarlagabrot geta valdið því að bótaréttur falli niður.

Án lögmannsaðstoðar, stendur þú ekki jafnfætis sérfræðingum tryggingafélaganna og getur því ekki gætt hagsmuna þinna á jafnréttisgrundvelli. Þá er talsverð hætta á því að þú áttir þig ekki á öllum bótarétti sem þú kannt að eiga. Það er ekki hlutverk starfsmanna tryggingafélaganna að benda þér á mögulegan bótarétt annars staðar.

Fyrsta viðtal hjá okkur er þér að kostnaðarlausu.

Fortis leggur í flestum tilfellum út fyrir kostnaði vegna læknisvottorða og annarra nauðsynlegra gagna. Í upphafi máls þarft þú því ekki að inna af hendi neina fjárhæð, hvorki vegna öflunar gagna né vegna lögmannsaðstoðar.

Kostnaður vegna lögmannsaðstoðar er að jafnaði greiddur þegar gengið hefur verið frá bótauppgjöri. Þegar um er að ræða uppgjör samkvæmt skaðabótalögum, s.s. þegar um er að ræða umferðarslys eða vinnuslys á sjó, greiðir viðkomandi tryggingafélag lögmannskostnað að stórum hluta.

Það er mikilvægt að leita til læknis eins fljótt og kostur er eftir slys. Ef langur tími líður frá slysi og þar til leitað er til læknis, getur orðið erfitt að sanna að áverki sé afleiðing slyssins.

Þú þarft að geyma frumrit kvittana vegna læknis-, lyfja- og sjúkraþjálfunarkostnaðar svo hægt sé að gera kröfu um endurgreiðslu kostnaðar.

Ef þú vilt gera kröfu um bætur vegna fatnaðar eða skemmdra muna, þá þarftu að geyma munina, því tryggingafélagið getur gert kröfu um að fá þá afhenta.

Á fyrsta fundi er nauðsynlegt að hafa upplýsingar um hvar og hvenær slysið varð sem og til hvaða læknis var leitað í kjölfarið. Ef um umferðarslys er að ræða er einnig gott að fá upplýsingar um bílnúmer.

Í flestum tilfellum áttu rétt á að fá útlagðan sjúkrakostnað endurgreiddan. Sá kostnaður greiðist eftir frumritum, ýmist af viðkomandi tryggingafélagi eða Sjúkratryggingum Íslands, þegar bótaskylda hefur verið samþykkt.

Ef um frítímaslys er að ræða er yfirleitt hámark á endurgreiðslu sjúkrakostnaðar samkvæmt skírteini tryggingar.

Útlagður kostnaður vegna lyfja og meðferðar greiðist venjulega fram að örorkumati.

Útreikningur bóta þegar um skaðabótaskylt slys er að ræða, t.d. umferðarslys og vinnuslys á sjó, fer eftir ákvæðum skaðabótalaga. Þá er horft til ýmissa þátta, s.s. aldurs, launa síðustu ára fyrir slys og niðurstöðu matsgerðar.

Útreikningur bóta þegar um vinnuslys eða frítímaslys er að ræða fer aftur á móti eftir þeirri tryggingu sem til staðar er á tjónsdegi og niðurstöðu matsgerðar.

Ekki er hægt að fullyrða hversu háar bætur verða fyrr en matsgerð á afleiðingum slyss liggur fyrir.

Örorkumat er yfirleitt grundvöllur þeirrar bótakröfu sem hægt er að gera vegna slyss. Almennt er fyrst hægt að meta þegar ár er liðið frá slysaatviki. Frá því geta þó verið undantekningar, t.d. ef þú hefur þurft að gangast undir aðgerð. Örorkumat byggir á gögnum um slysið og afleiðingar þess sem og viðtali og læknisskoðun. Hlutlaus matsmaður, eða matsmenn, sjá um matið. Matið á ekkert skylt við mat á örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Hvert mál er einstakt og því misjafnt hve langt ferlið er í hverju máli fyrir sig. Öflun nauðsynlegra gagna getur verið tímafrek. Almennt er fyrst hægt að meta afleiðingar slysa þegar ár er liðið frá slysaatviki.

Þegar um umferðarslys eða skaðabótaskyld slys er að ræða, á tjónþoli rétt á þjáningabótum fyrir þann tíma sem hann er veikur eftir slys (oftast er miðað við óvinnufærni). Fjárhæðirnar taka mið af lögum og því hvort tjónþoli er rúmliggjandi (á spítala) eða ekki.

Þegar um umferðarslys eða skaðabótaskyld slys er að ræða, getur tjónþoli átt rétt á bótum fyrir þann tíma sem hann er frá vinnu. Bæturnar miðast þá við þann tíma sem launagreiðslur falla niður hjá vinnuveitanda og þar til tjónþoli hefur aftur störf, eða þegar ekki er að vænta frekari bata. Einnig þarf að huga að bótarétti hjá Sjúktratryggingum Íslands á þessum tíma.

Eftir greiðslur frá tryggingafélaginu getur tjónþoli átt rétt á greiðslum frá stéttarfélagi eða lífeyrissjóði.

Ef um frítímaslys eða einfalt vinnuslys er að ræða þá getur tjónþoli átt rétt á dagpeningum.

Þegar talað er um stöðugleikapunkt eða batahvörf er átt við þá dagsetningu þegar talið er að heilsufar þitt sé orðið stöðugt eftir slysið og þú munir ekki ná frekari bata.

Bætur fyrir miska fela í sér greiðslu fyrir ófjárhagslegt tjón. Miski er metinn í stigum. Við matið er ekki tekið tillit til starfs, sérstakra hæfileika eða þjóðfélagsstöðu. Það þýðir að allir eru metnir til sama miska fyrir sams konar áverka / sömu einkenni. Miðað er við svokallaðar miskatöflur sem geyma viðmið við mat á miska. Þannig er t.d. missir litlafingurs 5-7 stiga miski hvort sem um er að ræða píanóleikara, lögfræðing eða iðnaðarmann.

Miski er einnig kallaður læknisfræðileg örorka.

Fólk sem slasast getur orðið fyrir varanlegri skerðingu á getu til að afla vinnutekna til framtíðar. Skerðingin getur t.d. falist í launalækkun vegna breytts starfsvettvangs. Einnig getur verið um að ræða skerðingu á getu til að þola álag eða stunda yfirvinnu.

Örorka er metin í prósentustigum. Mat á örorku er einstaklingsbundið. Við matið er m.a. horft til aldurs, menntunar, starfsreynslu, búsetu og fleiri einstaklingsbundinna forsendna. Þetta er því þveröfugt við mat á miska eða læknisfræðilegri örorku. Mat á varanlegri örorku fer einungis fram í málum þar sem um er að ræða umferðarslys, skaðabótaskyld slys eða önnur slys þar sem uppgjör byggir á ákvæðum skaðabótalaga, t.d. vinnuslys á sjó.

line

Á ég rétt á bótum?

Taktu prófið til að athuga hvort þú eigir bótarétt vegna slyss.

Taka prófið