Réttur er til staðar hjá tryggingafélagi útgerðarinnar sem og Sjúkratryggingum Íslands. Ásetningur eða stórkostlegt gáleysi getur valdið brotfalli eða skerðingu bótaréttar.
Þú getur átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáninga, varanlegs miska og varanlegrar fjárhagslegrar örorku sem og endurgreiðslu á útlögðum sjúkrakostnaði vegna slyssins.
Vinnuslys á sjó
31 árs / Finguráverki
Leitað til Fortis tveimur mánuðum eftir slysið. Fyrsta verkefni Fortis var að sjá til þess að vinnuveitandi tilkynnti slysið til réttra aðila. Fortis sá einnig um öll samskipti við bótaskylda aðila og hlutaðist til um gagnaöflun. Ári eftir fyrsta viðtal lágu öll gögn fyrir og Fortis fékk hlutlausa matsmenn til að meta afleiðingar slyssins.
Matsniðurstaða lá fyrir átta vikum eftir matsfund: 5 stiga varanlegur miski og 5% varanlega örorka. Bætur námu u.þ.b. 9.000.000 kr.
55 ára / Hnéáverki
Leitað til Fortis tveimur mánuðum eftir slysið. Fyrsta verkefni Fortis var að sjá til þess að vinnuveitandi tilkynnti slysið til réttra aðila. Fortis sá einnig um öll samskipti við bótaskylda aðila, hlutaðist til um gagnaöflun og sá til þess að tekjutap yrði bætt. Vegna umfangsmikillar læknismeðferðar, þ.m.t. aðgerða, var fyrst tímabært að fá hlutlausa matsmenn til að meta afleiðingar slyssins þegar tvö ár voru liðin frá slysdegi.
Matsniðurstaða lá fyrir fjórum vikum eftir matsfund: 12 stiga varanlegur miski og 20% varanleg örorka. Bætur námu u.þ.b. 19.700.000 kr.
Við biðjum þig að hafa í huga að hvert mál er einstakt og það eru margar breytur sem hafa áhrif á bótafjárhæðina, t.d. sú trygging sem á í hlut, aldur og matsniðurstaða. Þegar um uppgjör á grundvelli skaðabótalaga er að ræða skipta meðaltekjur fyrir slys einnig máli.