Vinnuslys
Vinnuslys af ýmsu tagi geta leitt til tjóns, sum störf eru hættulegri en önnur t.d. vegna notkunar véla og tækja og svo eru hálkuslys algeng, hvort sem er vegna hálku úti fyrir eða bleytu innanhúss. Ef þú slasast við vinnu, eða á beinni leið til eða frá vinnu, stofnast réttur til bóta úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega og slysatryggingu almannatrygginga. Réttur er óháður því hver á sök á slysinu.

Réttur er til staðar hjá tryggingafélagi vinnuveitanda sem og Sjúkratryggingum Íslands. Ásetningur eða stórkostlegt gáleysi getur valdið brotfalli eða skerðingu bótaréttar. Þú getur átt rétt á greiðslu dagpeninga vegna óvinnufærni og bótum vegna varanlegs miska sem og á endurgreiðslu á útlögðum sjúkrakostnaði vegna slyssins. Athugið að Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki bætur vegna varanlegs miska nema hann sé metinn að lágmarki 10%.
Beri vinnuveitandi ábyrgð á slysinu, t.d. vegna ófullnægjandi vinnuaðstæðna eða gáleysis annarra starfsmanna, kann að stofnast skaðabótakrafa á hendur vinnuveitanda eða tryggingafélagi hans. Athugið að umferðarslys eru yfirleitt undanskilin.
Vinnuslys
51 árs / Úlnliðsbrot
Leitað til Fortis tveimur vikum eftir slysið. Fyrsta verkefni Fortis var að sjá til þess að vinnuveitandi tilkynnti slysið til réttra aðila. Fortis sá um öll samskipti við bótaskylda aðila, hlutaðist til um nauðsynlega gagnaöflun og sá til að útlagður sjúkrakostnaður yrði endurgreiddur. Ári eftir fyrsta viðtal lágu öll gögn fyrir og Fortis fékk hlutlausan matsmann til að meta afleiðingar slyssins.
Matsniðurstaða lá fyrir þremur vikum eftir matsfund: 15% læknisfræðileg örorka/varanlegur miski. Samanlagðar bætur frá tryggingafélagi vinnuveitanda og Sjúkratryggingum Íslands námu u.þ.b. 4.100.000 kr.
35 ára / Finguráverki
Leitað til Fortis nærri tveimur árum eftir slysið. Fortis sá um öll samskipti við bótaskylda aðila og hlutaðist til um nauðsynlega gagnaöflun. Þremur mánuðum eftir fyrsta viðtal lágu öll gögn fyrir og Fortis fékk hlutlausan matsmann til að meta afleiðingar slyssins.
Matsniðurstaða lá fyrir átta vikum eftir matsfund: 7% læknisfræðileg örorka/varanlegur miski. Bætur námu u.þ.b. 1.300.000 kr.
Við biðjum þig að hafa í huga að hvert mál er einstakt og það eru margar breytur sem hafa áhrif á bótafjárhæðina, t.d. sú trygging sem á í hlut, aldur og matsniðurstaða. Þegar um uppgjör á grundvelli skaðabótalaga er að ræða skipta meðaltekjur fyrir slys einnig máli.