Umferðarslys
Eftir umferðarslys, svo sem bílslys eða mótorhjólaslys, getur þú átt rétt á bótum, hvort sem þú varst í rétti eða órétti. Mikilvægt er að hafa í huga að skyldutrygging viðkomandi ökutækis nær bæði yfir ökumann, farþega og aðra sem slasast af völdum ökutækisins.Umferðarslys, árekstur, aftanákeyrsla, bílslys eða mótorhjólaslys? Ef þú lentir í umferðarslysi geturðu átt rétt á bótum, hvort sem þú varst í rétti eða órétti. Mikilvægt er að hafa í huga að skyldutrygging viðkomandi ökutækis nær bæði yfir ökumenn og farþega sem slasast af völdum ökutækisins. Það sama gildir um gangandi og hjólandi vegfarendur sem verða fyrir tjóni í umferðinni ef bíll var orsakavaldur.

Réttur er til staðar hjá tryggingafélagi tjónvalds. Þú getur átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáninga, varanlegs miska og varanlegrar fjárhagslegrar örorku sem og endurgreiðslu á útlögðum sjúkrakostnaði vegna slyssins.
Neysla áfengis eða annarra vímugjafa og/eða önnur alvarleg umferðarlagabrot geta valdið skerðingu eða brottfalli bótaréttar.
Umferðarslys
38 ára / Hálsáverki
Leitað til Fortis þremur mánuðum eftir slysið. Fyrsta verkefni Fortis var að aðstoða við að tilkynna slysið til tryggingafélags bifreiðarinnar og vinnuveitanda (viðkomandi var tryggður allan sólarhringinn samkvæmt kjarasamningi). Fortis sá um öll samskipti við bótaskylda aðila, hlutaðist til um nauðsynlega gagnaöflun og sá til að útlagður sjúkrakostnaður yrði endurgreiddur. Átta mánuðum eftir fyrsta viðtal lágu öll gögn fyrir og Fortis fékk hlutlausa matsmenn til að meta afleiðingar slyssins.
Matsniðurstaða lá fyrir átta vikum eftir matsfund: 8 stiga varanlegur miski og 8% varanleg örorka. Samanlagðar bætur námu u.þ.b. 9.700.000 kr.
27 ára / Hálsáverki
Leitað til Fortis níu mánuðum eftir slysið. Fyrsta verkefni Fortis var að aðstoða við að tilkynna slysið til tryggingafélags bifreiðar. Fortis sá um öll samskipti við tryggingafélagið og hlutaðist til um nauðsynlega gagnaöflun. Fimm mánuðum eftir fyrsta viðtal lágu öll gögn fyrir og Fortis fékk hlutlausa matsmenn til að meta afleiðingar slyssins.
Matsniðurstaða lá fyrir átta vikum eftir matsfund: 5 stiga varanlegur miski og 5% varanleg örorka. Bætur námu u.þ.b. 5.300.000 kr.
Við biðjum þig að hafa í huga að hvert mál er einstakt og það eru margar breytur sem hafa áhrif á bótafjárhæðina, t.d. sú trygging sem á í hlut, aldur og matsniðurstaða. Þegar um uppgjör á grundvelli skaðabótalaga er að ræða skipta meðaltekjur fyrir slys einnig máli.