Slys í frítíma
Rannstu í hálku þegar þú varst úti að hlaupa eða dastu af hestbaki? Ef slys á sér stað í frítíma þá skipta þínar tryggingar mestu máli. Frítímaslysatrygging er oftast innifalin í heimilis- og fjölskyldutryggingum. Skilmálar eru mismunandi eftir tryggingafélögum og því nauðsynlegt að kynna sér þá vel.

Í sumum kjarasamningum er gert ráð fyrir að vinnuveitandi kaupi slysatryggingu vegna slysa í frítíma fyrir sína starfsmenn. Þetta á oft við um starfsmenn ríkisins og sveitarfélaga. Hafir þú keypt þér almenna slysatryggingu tekur hún til frítímaslysa, jafnt og vinnuslysa. Slysatrygging almannatrygginga greiðir bætur vegna slysa við heimilisstörf. Til þess að hún sé í gildi þarft þú að hafa valið hana á skattframtali þínu.
Frítímaslys geta verið bótaskyld úr ábyrgðartryggingu, ef einhver annar ber ábyrgð á slysinu, beint eða óbeint. Það leiðir yfirleitt til umfangsmeiri bótaréttar. Fyrirvaralaus líkamsárás getur flokkast sem slys í frítíma.
Slys í frítíma
38 ára / Hnéáverki
Leitað til Fortis tveimur vikum eftir slysið. Fyrsta verkefni Fortis var að aðstoða við að tilkynna slysið bæði vegna frítímaslysatryggingar og slysatryggingar vinnuveitanda (viðkomandi var tryggður allan sólarhringinn samkvæmt kjarasamningi). Fortis sá um öll samskipti við bótaskylda aðila og hlutaðist til um nauðsynlega gagnaöflun. Tæpu ári eftir fyrsta viðtal lágu öll gögn fyrir og við fengum hlutlausan matsmann til að meta afleiðingar slyssins.
Matsniðurstaða lá fyrir sex vikum eftir matsfund: 9% læknisfræðileg örorka/varanlegur miski. Samanlagðar bætur námu u.þ.b. 2.800.000 kr.
58 ára / Upphandleggsbrot
Leitað til Fortis ellefu mánuðum eftir slysið. Fyrsta verkefni Fortis var að aðstoða við að tilkynna slysið bæði vegna frítímaslysatryggingar og slysatryggingar vinnuveitanda (viðkomandi var tryggður allan sólarhringinn samkvæmt kjarasamningi). Fortis sá um öll samskipti við bótaskylda aðila, hlutaðist til um nauðsynlega gagnaöflun og sá til þess að útlagður sjúkrakostnaður yrði endurgreiddur. Hálfu ári eftir fyrsta viðtal lágu öll gögn fyrir og við fengum hlutlausan matsmann til að meta afleiðingar slyssins.
Matsniðurstaða lá fyrir átta vikum eftir matsfund: 5% læknisfræðileg örorka/varanlegur miski. Samanlagðar bætur námu u.þ.b. 850.000 kr.
Við biðjum þig að hafa í huga að hvert mál er einstakt og það eru margar breytur sem hafa áhrif á bótafjárhæðina, t.d. sú trygging sem á í hlut, aldur og matsniðurstaða. Þegar um uppgjör á grundvelli skaðabótalaga er að ræða skipta meðaltekjur fyrir slys einnig máli.