Önnur slys
Jafnvel þó að ekki sé um umferðarslys, vinnuslys eða slys í frítíma að ræða, þá getur bótaréttur verið til staðar. Bótaréttur getur t.d. verið fyrir hendi vegna slysa við heimilisstörf, íþróttaiðkun o.fl. Þá hafa sumir keypt sérstakar tryggingar sem eru víðtækari en slysatryggingar og bæta tjón vegna fleiri orsaka en slysa, svo sem svokallaðar sjúkratryggingar eða örorkutryggingar.

Skoða þarf réttarstöðuna sérstaklega fyrir hvert og eitt tilvik og fara þarf vel yfir skilmála þeirra trygginga sem eru fyrir hendi. Hafðu samband við lögmenn Fortis til að kanna þinn rétt og fá mat á stöðunni.