Önnur slys

Jafnvel þó að ekki sé um umferðarslys, vinnuslys eða slys í frítíma að ræða, þá getur bótaréttur verið til staðar. Bótaréttur getur t.d. verið fyrir hendi vegna slysa við heimilisstörf, íþróttaiðkun o.fl. Þá hafa sumir keypt sérstakar tryggingar sem eru víðtækari en slysatryggingar og bæta tjón vegna fleiri orsaka en slysa, svo sem svokallaðar sjúkratryggingar eða örorkutryggingar.

Hafa samband

Það sem þú ættir að vita

Önnur slys

Skoða þarf réttarstöðuna sérstaklega fyrir hvert og eitt tilvik og fara þarf vel yfir skilmála þeirra trygginga sem eru fyrir  hendi. Hafðu samband við lögmenn Fortis til að kanna þinn rétt og fá mat á stöðunni.

Hér fyrir þig

Mikilvægt er að tilkynna slys sem fyrst til allra bótaskyldra aðila svo bótaréttur glatist ekki. Hafðu samband við lögmenn Fortis til að fá mat á stöðunni. Við viljum að þú nýtir þér þekkingu okkar til að hjálpa þér í gegnum erfitt tímabil.

Fortis

Hafa samband

Kynntu þér ferlið

Fortis fylgir þér alla leið

Skref 1

Tilkynning

Mikilvægt er að tilkynna slys sem fyrst til tryggingafélags svo bótaréttur glatist ekki. Lögmenn Fortis aðstoða þig við að tilkynna ef þess er þörf.

Skref 2

Gagnaöflun & meðferð

Þegar þú slasast er mikilvægt að sinna meðferð vel og fylgja ráðleggingum frá læknunum þínum eða sjúkraþjálfurum. Í slysamálum þurfa að liggja fyrir gögn um tjónið, t.d. gögn frá lögreglu og/eða Vinnueftirlitinu, en einnig frá læknum og/eða öðrum meðferðaraðilum . Lögmenn Fortis sjá um að afla nauðsynlegra gagna.

Skref 3

Mat á afleiðingum

Þegar öll gögn liggja fyrir, er hægt að meta afleiðingar slyssins. Almennt er fyrst hægt að meta þegar ár er liðið frá slysadegi. Lögmenn Fortis sjá um og aðstoða þig í gegnum matsferlið.

Skref 4

Uppgjör

Lögmenn Fortis senda bótakröfu á grundvelli matsins. Í flestum tilvikum næst samkomulag um bótagreiðslu en í þeim tilvikum þar sem ekki næst samkomulag sjá lögmenn Fortis um málshöfðun.

Taktu prófið til að athuga hvort þú eigir bótarétt vegna slyss

Á ég rétt á bótum?

Taka prófið