Öll mál eiga það þó sameiginlegt að best er að tilkynna þau sem fyrst til tryggingafélags, svo mögulegur bótaréttur falli ekki niður, og hefja nauðsynlega gagnaöflun. Því fyrr sem þú leitar til okkar þeim mun fyrr getum við komið málinu þínu í réttan farveg.
Lögmenn Fortis sjá um gagnaöflun og samskipti við tryggingafélögin, auk innheimtu á sjúkrakostnaði þínum og tekjutapi vegna afleiðinga slyssins, ef við á.
Þegar öll gögn liggja fyrir, látum við meta afleiðingar slyssins. Bótakrafa er svo gerð á tryggingafélagið í samræmi við niðurstöðu matsins.
Almennt er fyrst hægt að meta afleiðingarnar þegar ár er liðið frá slysaatviki. Frá því geta þó verið undantekningar, t.d. ef þú hefur þurft að gangast undir aðgerð eða ert í endurhæfingu.
Við förum yfir málið með þér áður en gengið er til uppgjörs við tryggingafélagið. Ef samkomulag næst ekki um uppgjör annast lögmenn Fortis um málshöfðun fyrir dómstólum.
Kynntu þér ferlið
Fortis fylgir þér alla leið
Skref 1
Tilkynning
Mikilvægt er að tilkynna slys sem fyrst til tryggingafélags svo bótaréttur glatist ekki. Lögmenn Fortis aðstoða þig við að tilkynna ef þess er þörf.
Skref 2
Gagnaöflun
Í slysamálum þurfa að liggja fyrir gögn um tjónið, svo sem frá lögreglu, læknum eða öðrum meðferðaraðilum. Lögmenn Fortis sjá um að afla nauðsynlegra gagna.
Skref 3
Mat á afleiðingum
Þegar öll gögn liggja fyrir, er hægt að meta afleiðingar slyssins. Almennt er fyrst hægt að meta þegar ár er liðið frá slysaatviki. Lögmenn Fortis sjá um og aðstoða þig í gegnum matsferlið.
Skref 4
Uppgjör
Lögmenn Fortis senda bótakröfu á grundvelli matsins. Í flestum tilvikum næst samkomulag um bótagreiðslu en í þeim tilvikum þar sem ekki næst samkomulag sjá lögmenn Fortis um málshöfðun.