Kostnaður

Tjónþoli á í flestum tilfellum rétt á því að fá útlagðan læknis-, lyfja- og sjúkraþjálfunarkostnað endurgreiddan frá viðkomandi tryggingafélagi, atvinnurekanda eða Sjúkratryggingum Íslands.

Fortis leggur í flestum tilfellum út fyrir kostnaði vegna læknisvottorða og annarra gagna sem eftir atvikum þarf að afla vegna slyssins.

Tjónþoli þarf því ekki að inna af hendi neina fjárhæð í upphafi máls, hvorki vegna öflunar gagna né vegna lögmannsaðstoðar.

Lögmannsþóknun er að jafnaði greidd þegar gengið hefur verið frá bótauppgjöri.

Í flestum tilfellum greiðir viðkomandi tryggingafélag lögmannskostnað tjónþola að stærstum hluta.

Hafa samband

4 + 5 =

Kæru viðskiptavinir athugið

Skrifstofa Fortis er opin á hefðbundnum opnunartíma en til þess að virða reglur samkomubannsins höfum við skipt starfsfólkinu í tvo hópa sem skiptast á að mæta á skrifstofuna á Laugavegi 7. Sá hópur sem ekki er á skrifstofunni hverju sinni vinnur að heiman en er aðgengilegur í gegnum síma/tölvupóst.

Til þess að takmarka ónauðsynlegar ferðir á skrifstofuna leggjum við okkur fram við að leysa öll þau mál sem unnt er í gegnum síma og/eða tölvupóst. Hægt er að hafa samband í síma 520-5800, fortis@fortis.is og/eða með því að nota netföngin okkar á heimasíðunni.

Við minnum einnig á rafrænu gagnagáttina okkar sem hægt er að nota til að senda okkur gögn með öruggum hætti.

Fyrir þá sem eiga brýnt erindi á skrifstofuna bendum við á eftirfarandi:

  • Við þrífum alla snertifleti reglulega og höfum handspritt aðgengilegt fyrir alla.
  • Hægt er að skilja eftir gögn í afgreiðslunni og/eða í póstkassa á fyrstu hæð.