Kostnaður

Tjónþoli á í flestum tilfellum rétt á því að fá útlagðan læknis-, lyfja- og sjúkraþjálfunarkostnað endurgreiddan frá viðkomandi tryggingafélagi, atvinnurekanda eða Sjúkratryggingum Íslands.

Fortis leggur í flestum tilfellum út fyrir kostnaði vegna læknisvottorða og annarra gagna sem eftir atvikum þarf að afla vegna slyssins.

Tjónþoli þarf því ekki að inna af hendi neina fjárhæð í upphafi máls, hvorki vegna öflunar gagna né vegna lögmannsaðstoðar.

Lögmannsþóknun er að jafnaði greidd þegar gengið hefur verið frá bótauppgjöri.

Í flestum tilfellum greiðir viðkomandi tryggingafélag lögmannskostnað tjónþola að stærstum hluta.

Hafa samband

4 + 14 =