Fortis fylgir þér alla leið

Lögmenn Fortis veita tjónþola allar upplýsingar um möguleg réttindi þeirra og bótaskyldu.
Þeir aðstoða tjónþola við að tilkynna slysið til tryggingafélags og annarra sem mikilvægt er að tilkynnt sé um slysið, svo sem Sjúkratrygginga Íslands ef um vinnuslys er að ræða.

1. Tilkynningar

Mikilvægt er að tilkynningarskyldu til tryggingafélags sé fullnægt þar sem dráttur á því að slys sé tilkynnt getur orðið til þess að réttur tjónþola til bóta falli niður.

2. Upplýsingaöflun

Lögmenn Fortis annast alla gagnaöflun vegna málsins. Fortis aflar þannig nauðsynlegra gagna frá lögreglu, læknum eða öðrum sérfræðingum og opinberum stofnunum.

3. Mat á afleiðingum

Í flestum tilfellum er tímabært að leggja mat á afleiðingar slyss þegar um ár er liðið frá því. Frá þessari reglu geta þó verið undantekningar, s.s. ef tjónþoli hefur þurft að gangast undir aðgerð vegna afleiðinga slyssins sem seinkar bataferlinu.

4. Bótauppgjör

Í mörgum tilfellum næst samkomulag um bótagreiðslu við tryggingafélag eða bótagreiðanda en í þeim tilfellum þar sem ekki næst samkomulag annast lögmenn Fortis um málshöfðun.

Mikilvægt er að tilkynningarskyldu til tryggingafélags sé fullnægt þar sem dráttur á því að slys sé tilkynnt getur orðið til þess að réttur tjónþola til bóta falli niður. Lögmenn Fortis annast alla gagnaöflun vegna málsins. Fortis aflar þannig nauðsynlegra gagna frá lögreglu, læknum eða öðrum sérfræðingum og opinberum stofnunum. Starfsmenn Fortis annast ennfremur innheimtu á læknis-, lyfja- og sjúkraþálfunarkostnaði sem tjónþoli hefur þurft að leggja út fyrir og tryggir þannig að tjónþoli fái tjón sitt bætt að fullu. Ef tjónþoli er óvinnufær vegna afleiðinga slyss og á ekki rétt á launum frá atvinnurekanda á meðan hann er óvinnufær þá aðstoða lögmenn Fortis tjónþola við að fá tekjutap sitt bætt.

Í flestum tilfellum er tímabært að leggja mat á afleiðingar slyss þegar um ár er liðið frá því. Frá þessari reglu geta þó verið undantekningar, s.s. ef tjónþoli hefur þurft að gangast undir aðgerð vegna afleiðinga slyssins sem seinkar bataferlinu

Þegar tímabært er orðið að leggja mat á afleiðingar slyssins þá eru tilnefndir matsmenn sem meta hvort að tjónþoli hafi orðið fyrir tjóni í slysinu og ef svo er þá meta þeir hverjar afleiðingar slyssins hafa orðið fyrir tjónþola. Í flestum tilfellum eru metnar tímabundnar og varanlegar afleiðingar slyss. Matsmenn skila álitsgerð um afleiðingar slyssins til Fortis.

Lögmenn Fortis fara yfir niðurstöður matsmannanna, reikna út bótakröfu á grundvelli þeirra og krefja viðkomandi tryggingafélag um greiðslu bóta fyrir hönd tjónþolans. Í mörgum tilfellum næst samkomulag um bótagreiðslu við tryggingafélag eða bótagreiðanda en í þeim tilfellum þar sem ekki næst samkomulag annast lögmenn Fortis um málshöfðun fyrir dómstólum til heimtu bóta frá bótaskyldum aðila.

Lögmannskostnaður tjónþola er í flestum tilfellum greiddur að stærstum hluta af viðkomandi tryggingafélagi.

Hafa samband

7 + 4 =

Kæru viðskiptavinir athugið

Skrifstofa Fortis er opin á hefðbundnum opnunartíma en til þess að virða reglur samkomubannsins höfum við skipt starfsfólkinu í tvo hópa sem skiptast á að mæta á skrifstofuna á Laugavegi 7. Sá hópur sem ekki er á skrifstofunni hverju sinni vinnur að heiman en er aðgengilegur í gegnum síma/tölvupóst.

Til þess að takmarka ónauðsynlegar ferðir á skrifstofuna leggjum við okkur fram við að leysa öll þau mál sem unnt er í gegnum síma og/eða tölvupóst. Hægt er að hafa samband í síma 520-5800, fortis@fortis.is og/eða með því að nota netföngin okkar á heimasíðunni.

Við minnum einnig á rafrænu gagnagáttina okkar sem hægt er að nota til að senda okkur gögn með öruggum hætti.

Fyrir þá sem eiga brýnt erindi á skrifstofuna bendum við á eftirfarandi:

  • Við þrífum alla snertifleti reglulega og höfum handspritt aðgengilegt fyrir alla.
  • Hægt er að skilja eftir gögn í afgreiðslunni og/eða í póstkassa á fyrstu hæð.