Ábendingar & góð ráð

Áríðandi er að leita til læknis strax eftir slys til þess að fá meðferð, láta greina áverkann og skrá hann í sjúkraskýrslu. Ef ekki hefur verið leitað til læknis strax eftir slys þá er mikilvægt að leita til læknis eins fljótt og kostur er.

Ef langur tími líður frá því að slys á sér stað og þangað til læknis er leitað, getur það orðið til þess að erfitt sé að sanna að áverki sé afleiðing slyss. Tryggingafélög geta hafnað bótaskyldu á þeim grundvelli að ekki liggi fyrir sönnun um að áverki tengist slysi.

Leitið til lögmanns og aflið upplýsinga um réttindi og bótaskyldu.
Tilkynna þarf slys til viðkomandi tryggingafélags eins fljótt og kostur er því í sumum tilfellum getur bótaréttur fallið niður og glatast ef það dregst að tilkynna slysið.
Lögmenn Fortis veita allar upplýsingar og aðstoða við að tilkynna slysið.

Geymið frumrit greiðslukvittana vegna læknis-, lyfja- og sjúkraþjálfunarkostnaðar svo unnt sé að krefja viðkomandi tryggingafélag eða tjónvald um endurgreiðslu á kostnaðinum.

Geymið fatnað og aðra muni sem skemmdust í slysinu, þar sem tryggingafélagið getur óskað eftir því að fá fatnaðinn og hlutina til skoðunar.

Það er ekki óalgengt að tjónþoli telji að hann eigi ekki rétt á bótagreiðslu hafi hann verið í órétti í umferðarslysi. Svo er hins vegar alls ekki og bótaréttur getur verið til staðar þótt tjónþoli hafi verið í órétti þegar hann slasaðist. Því er nauðsynlegt að leita til lögmanns til þess að fá upplýsingar um bótarétt og réttarstöðu.

Rétt er að benda á að ölvun og eða vímuefnaneysla getur valdið því að bótaréttur falli niður.

Hafa samband

10 + 4 =

Kæru viðskiptavinir athugið

Skrifstofa Fortis er opin á hefðbundnum opnunartíma en til þess að virða reglur samkomubannsins höfum við skipt starfsfólkinu í tvo hópa sem skiptast á að mæta á skrifstofuna á Laugavegi 7. Sá hópur sem ekki er á skrifstofunni hverju sinni vinnur að heiman en er aðgengilegur í gegnum síma/tölvupóst.

Til þess að takmarka ónauðsynlegar ferðir á skrifstofuna leggjum við okkur fram við að leysa öll þau mál sem unnt er í gegnum síma og/eða tölvupóst. Hægt er að hafa samband í síma 520-5800, fortis@fortis.is og/eða með því að nota netföngin okkar á heimasíðunni.

Við minnum einnig á rafrænu gagnagáttina okkar sem hægt er að nota til að senda okkur gögn með öruggum hætti.

Fyrir þá sem eiga brýnt erindi á skrifstofuna bendum við á eftirfarandi:

  • Við þrífum alla snertifleti reglulega og höfum handspritt aðgengilegt fyrir alla.
  • Hægt er að skilja eftir gögn í afgreiðslunni og/eða í póstkassa á fyrstu hæð.